Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 213 svör fundust

Hvort eiga menn að klæða sig í eina buxnaskálm og hoppa á öðrum fæti í kringum húsið sitt eða hlaupa á brókinni í kringum húsið á bóndadag?

Um þetta fyrirbæri er aðeins til ein einasta heimild ef heimild skyldi kalla. Einhver gamansamur náungi virðist hafa fært Jóni Árnasyni (1819-1888) þjóðsagnasafnara þennan spuna um miðja 19. öld og hann látið sig hafa það að prenta hann eins og fleira skoplegt. Engin önnur dæmi hafa fundist um þennan sið. Fólk...

Nánar

Hafa minningar raunverulega eitthvað með fortíðina að gera?

Já. Hefði verið spurt hvort fótspor sé örugglega eftir fót hefði svarið líka verið já. Spor sem ekki er eftir fót er ekki fótspor þótt það líti ef til vill alveg eins út og ef mig minnir eitthvað sem aldrei var, þá er það ekki minning heldur misminni. Allt sem er í kollinum á mér getur verið eins hvort sem um r...

Nánar

Hvernig eru vímuefni skilgreind samkvæmt lögum? Gæti verið að efni sem eru lögleg í dag, yrðu bönnuð ef þau væru að koma fyrst á markað núna?

Eiturlyf hafa verið til frá alda öðli en á undanförnum áratugum hafa sterkari, og jafnvel mannskæð efni verið þróuð og hefur það kallað á hertari löggjöf um fíkniefni almennt. Á Íslandi er skýr og skilmerkileg löggjöf varðandi eiturlyf. Í lögum númer 65/1974 um ávana- og fíkniefni er í 2. grein tekið fram að v...

Nánar

Hvaða rökvilla nefnist alhæfing?

Stysta svarið, sem hægt er að gefa við þessari spurningu, styðst við þónokkur íðorð eða tæknileg heiti, sem kalla aftur á nánari útskýringar. En byrjum á stutta svarinu: Alhæfing er rökvilla sem notar tilleiðslu til að álykta um hið almenna út frá hinu einstaka. Rökvilla er röksemdafærsla sem kann að vir...

Nánar

Hversu gömul er Valagjá hjá Heklu?

Spurningin í heild sinni hljóðar svona: Góðan dag. Ég hef áhuga á að fá upplýsingar um aldur Valagjár norðan Heklu. Hef verið að reyna að "gúggla" Valagjá en lítið fundið. Afstæður aldur gæti hjálpað. Valagjá myndaðist við gos úr eldstöðvakerfi Heklu, líklega stuttu fyrir landnám. Breytingar urðu á vir...

Nánar

Hafís í blöðunum 1918. I. Janúar

Veðurfari frostaveturinn 1918 er lýst rækilega í svari Trausta Jónssonar veðurfræðings við spurningunni Hvað olli frostavetrinum mikla 1918? og í tveimur greinum Sigurðar Þórs Guðjónssonar, áhugamanns um veðurfar: Frostaveturinn mikli 1918 og Fyrir hundrað árum. Hinn kaldi janúar 1918. Í þessum pistli, þeim f...

Nánar

Hvernig myndast aska?

Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni: Hvað er gosaska? kemur fram að gosaska sé fínkornótt mylsna. Enn fremur segir: Askan myndast þegar glóandi bráð freyðir og sundrast við það að eldfjallagufur, einkum vatn, losna úr bráðinni og þenjast út við þrýstilétti, líkt og koltvísýringur í gosflösku þegar tap...

Nánar

Hvað er best að læra ef maður stefnir á fornleifafræðinám?

Fornleifafræði er mjög þverfagleg grein sem byggir á aðferðum hugvísinda, raunvísinda og félagsvísinda. Fornleifafræði lætur sér fátt mannlegt og náttúrulegt óviðkomandi og því má segja að sem mest af öllu sé bestur undirbúningur undir nám í fornleifafræði. Fornleifafræðingar starfa þó að mjög ólíkum verkefnum ...

Nánar

Af hverju eru sápuóperur kenndar við sápu?

Sápuóperur eru kallaðar svo vegna þess að í Bandaríkjunum voru framleiðendur sápu og þvottaefna lengi vel helstu styrktaraðilar þáttanna. Í sápuóperum leika oft sömu leikarar árum saman og áhersla er lögð á að koma til skila samfelldri sögu. Samtöl einkenna sápuóperur frekar en spenna og hraði og einkum er ...

Nánar

Hvað gerist ef sólin hverfur?

Fyrst er rétt að nefna það að sólin er alls ekki að fara að hverfa! Sólin brennir vetnisforða sínum á mjög löngum tíma, líklega á um 10 milljörðum ára. Sólin er þess vegna rétt miðaldra núna. Hægt er að lesa meira um þetta í stuttu svari Þorsteins Þorsteinssonar við spurningunni Ef sólin myndi hverfa skyndilega, h...

Nánar

Hvert er rúmmál Vatnajökuls talið vera og hversu gott er það mat?

Vatnajökull er víðast hvar 400-700 m þykkur, um 400 m að meðaltali, en mest um 950 m. Alls er rúmmál hans um 3.200 km3 sem jafngildir um 30 m þykku íslagi jafndreifðu yfir allt Ísland. Nákvæmni matsins gæti verið 3%. Vatnajökull 22. september 1973. Mynd frá Landsat gervitungli. Þykkt jökulsins hefur verið mæld...

Nánar

Jane Goodall skrifar fyrir Vísindavef HÍ

Dr. Jane Goodall er ein merkasta vísindakona heims. Hún hefur helgað líf sitt náttúru- og dýravernd og er einna þekktust fyrir rannsóknir sínar á simpönsum. Jane heldur opinn fyrirlestur í Háskólabíói miðvikudaginn 15. júní kl. 17:00. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Í tilefni af heimsókninni bað...

Nánar

Fleiri niðurstöður